Viðgerð á Kambskarðslínu yfir Fróðárheiði lauk núna í dag kl. 17:00, en þar brotnuðu sjö staurar í óveðrinu í lok desember. Rafmagn er enn framleitt með varavélum fyrir Ólafsvík, Hellissand og Rif og biður RARIK notendur vinsamlega að fara sparlega með rafmagn.
Búist er við því að viðgerð á 66 kV Ólafsvíkurlínu við Bláfeld ljúki á sunnudaginn og þá verður framleiðslu með varavélum hætt. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK hafa öll heimili á svæðinu verið með rafmagn en atvinnulífið hefur mætt afgangi.