Væntir fundar í næstu viku

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

„Við óskuðum eft­ir því að til­lag­an yrði tek­in fyr­ir á næsta fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar fimmtu­dag­inn eft­ir að hún var lögð fram en formaður nefnd­ar­inn­ar felldi hins veg­ar fund­inn niður fyr­ir­vara­laust og án skýr­ing­ar,“ seg­ir Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trúi í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is.

Til­laga sem lögð var fram í nefnd­inni 18. des­em­ber síðastliðinn, þess efn­is að um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið verði lögð til hliðar og málið ekki tekið upp á ný nema að und­an­gengnu samþykki í þjóðar­at­kvæði, hef­ur ekki verið tek­in fyr­ir í nefnd­inni. Meiri­hluti nefnd­ar­manna lagði til­lög­una fram en það voru full­trú­ar sjálf­stæðismanna og fram­sókn­ar­manna auk Jóns Bjarna­son­ar þing­manns Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs.

„Ég geri þá fast­lega ráð fyr­ir því að þegar nefnd­ir þings­ins koma sam­an í næstu viku muni ut­an­rík­is­mála­nefnd funda og þetta mál vera á dag­skrá,“ seg­ir Ragn­heiður en Árni Þór Sig­urðsson, formaður nefnd­ar­inn­ar, sagði í sam­tali við mbl.is í dag aðspurður að ekk­ert hefði verið ákveðið um það hvenær málið yrði tekið fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert