Einn slasaðist í umferðinni nú síðdegis þegar bíl var ekið á ljósastaur við Mjóddina í Reykjavík. Ljósastaurinn féll niður við áreksturinn og skemmdir urðu á bílnum.
Að sögn lögreglu var farþegi í bílnum fluttur á slysadeild til skoðunar en ekki er talið að hann sé hættulega slasaður. Óljóst er hvað olli því að ökumaður missti stjórn á bílnum en það er til rannsóknar.
Ekki urðu tafir á umferð vegna árekstursins.