Hnífsdalsvegur er illa farinn eftir óveðrið sem gekk yfir Vestfirði um áramótin. Skörð hafa myndast í veginn í veðurofsanum og ljósastaurar brotnað, samkvæmt frétt á vef BB.
Skörð eru á tveimur stöðum sem ná alveg að malbiki og á einum stað er hrunið undan malbikinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Tveir ljósastaurar hafa brotnað við veginn og liggja ónýtir í vegkantinum eftir storminn.