Yfirheyrslum lögreglu yfir Karli Vigni Þorsteinssyni verður haldið áfram á morgun. Hann var boðaður í skýrslutöku í dag vegna umfjöllunar Kastljóss Ríkissjónvarpsins um tugi kynferðisbrota sem hann hefur framið á undanförnum árum og áratugum. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV.
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagðist við RÚV ekki geta tjáð sig um það sem fram kom í yfirheyrslum yfir Karli í dag.
Kastljós hélt umfjöllum um kynferðisbrot Karls áfram í kvöld, en þar kom meðal annars fram að Karl Vignir hafi á sínum tíma hlotið þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn barni.
Mbl.is hefur ekki náð tali af Björgvini í kvöld vegna málsins.