Barnaníðingurinn Karl Vignir Þorsteinsson starfaði við heimaþjónustu fyrir aldraða hjá Reykjavíkurborg á tímabilinu 1989 – 2002. Hann starfaði hins vegar aldrei með börnum og unglingum á vegum borgarinnar og ekki er vitað til þess að hann hafi gerst brotlegur í starfi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir einnig, að hafi einhver orðið fyrir miska af hálfu Karls Vignis Þorsteinssonar á meðan hann gegndi starfi hjá Reykjavíkurborg er viðkomandi hvattur til að koma ábendingum á framfæri varðandi meint brot hans hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis í síma 411 1500.