Eina íslenska hryðjuverkið

<span><span><span><span>Ný heimildamynd um það þegar bændur í Mývatnssveit tóku sig saman og sprengdu upp stíflu við Mývatnsósa í ágúst árið 1970, verður frumsýnd 24. janúar. </span></span></span></span> <span><span><span><span>120 bændur lýstu sig ábyrga sem varð til að hætt var við að virkja í Laxá og lítil rennslisvirkjun var byggð í staðinn. </span></span></span></span> <span><span><span><span><br/></span></span></span></span><span><span><span><span>Heimildamyndin Hvellur verður sýnd í Bíó Paradís. Myndin er í leikstjórn Gríms Hákonarsonar og framleidd af Ground Control Productions, sömu framleiðendum og gerðu Draumalandið.</span></span></span></span> <span><span><span><span> </span></span></span></span> <span><span><span><span><span>Myndin fjallar um þegar bændur í Mývatnssveit fóru í skjóli nætur og sprengdu upp stíflu við Mývatnsósa þann 25. ágúst 1970. Notað var dínamít til að sprengja stífluna. Málið varð að dómsmáli sem var það fyrsta sem varðaði náttúruvernd á Íslandi. Um 120 bændur lýstu verkinu á hendur sér og 65 voru ákærðir. Þeir játuðu allir sök en upplýstu aldrei hver það var sem hafði sprengt. Þessi atburður er stundum nefndur „eina íslenska hryðjuverkið“ en bændurnir hafa ekki sagt sína sögu fyrr en nú. Samstaðan brást aldrei, segir í tilkynningu frá </span></span></span></span></span><span><span><span><span>Ground Control Productions.</span></span></span></span> <span><span><span><span> </span></span></span></span> <span><span><span><span>Aðdragandi málsins er 60 m stífla sem Laxárvirkjun hugðist byggja í Laxá með tilheyrandi vatnaflutningum á svæðinu. Bændurnir mótmæltu harðlega þessum virkjunaráformum sem þeir töldu stofna laxinum í ánni í hættu og skaða viðkvæmt lífríki Laxár og Mývatns, ásamt vatnsborðshækkunum sem hefðu lagt Laxárdal í eyði. Sjónarmið þeirra voru virt að vettugi og hafist var handa við að reisa stífluna gegn vilja landeigenda. Með sprengingunni og dómsmálinu sem því fylgdi má segja að bændur hafi unnið sigur í málinu þar sem fallið var frá fyrri virkjunarhugmyndum í Laxá og lítil rennslisvirkjun byggð í staðinn.</span></span></span></span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert