Stífir fundir um vanda Eirar

Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi á í verulegum fjárhagserfiðleikum.
Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi á í verulegum fjárhagserfiðleikum. Morgunblaðið/Ómar

Stjórn hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Eir­ar hef­ur kynnt fyr­ir hags­munaaðilum yf­ir­lit og aðgerðaáætl­un varðandi fjár­hags­stöðu fé­lags­ins. Enn er þó margt óljóst hvernig fjár­hag­ur heim­il­is­ins verður tryggður til framtíðar. Niður­stöðu er að vænta í fe­brú­ar eða mars.

Jón Sig­urðsson, stjórn­ar­formaður Eir­ar, seg­ir að það sé búið að vinna mikla vinnu síðustu vik­ur og mánuði. Stjórn fé­lags­ins, sem kos­in var fyr­ir rétt­um mánuði, hafi átt marga fund­um málið. Hann seg­ir að menn séu bún­ir að stilla upp yf­ir­liti yfir stöðuna og vinna aðgerðaráætl­un, en það sé ekki búið að klára neitt fyrr en sam­komu­lag hafi feng­ist um heild­ar­lausn.

„Það er eng­in ástæða til að ætla núna annað en að þetta geti gengið upp þannig að all­ir geti þokka­lega við það unað. En það verða all­ir að fá tíma og tæki­færi til að meta sína hags­muni og taka af­stöðu,“ seg­ir Jón.

Jón seg­ir að stjórn­end­ur Eir­ar hafi rætt við ráðuneytið, Rík­is­end­ur­skoðun og líf­eyr­is­sjóðina og Íbúðalána­sjóð sem eru lána­drottn­ar Eir­ar.

Stefán Árni Auðólfs­son, lögmaður íbúa í ör­yggis­íbúðum Eir­ar, seg­ir að íbú­ar séu enn í óvissu um stöðu sína. Það liggi fyr­ir til­lög­ur um lausn, en það vanti enn „bak­beinið“ í þær vegna þess að afstaða lán­ar­drottna liggi ekki fyr­ir. Stefán seg­ir að til­lög­urn­ar ger­ir ráð fyr­ir að íbú­ar geti áfram verið í íbúðunum og notið þjón­ust­unn­ar. Varðandi upp­gjör vegna íbúa­rétt­ar þá sé óljóst hvort hann verður greidd­ur 100% til baka þegar íbú­ar fara úr íbúðunum, með ein­hverj­um af­föll­um eða með skulda­bréfi. Þetta skýrist ekki fyrr en búið er að vinna meira í mál­inu og afstaða hags­munaaðila liggi bet­ur fyr­ir. Hann á von á að niðurstaða liggi fyr­ir eft­ir átta vik­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka