Þór í skoðun hjá Slippnum

Landhelgisgæslan segir í tilkynningu að Þór hafi í þessar ferð …
Landhelgisgæslan segir í tilkynningu að Þór hafi í þessar ferð verið eins konar flugmóðurskip. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór var í dag í þurrkví hjá Slippn­um á Ak­ur­eyri en ábyrgð fram­leiðenda vél­búnaðar Þórs var fram­lengd eft­ir að galli kom í ljós skömmu eft­ir að skipið kom til lands­ins í októ­ber 2011. Sú ábyrgð renn­ur út í lok fe­brú­ar og er það að frum­kvæði Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem út­tekt verður gerð á skrokk skips­ins, skrúf­um, vél­um og öðrum búnaði.

Varðskipið Þór kom til hafn­ar á Ak­ur­eyri í morg­un. Segja má að skipið hafi í þess­ari ferð verið eins kon­ar flug­vél­armóður­skip því á efra dekki skips­ins var staðsett flug­vél sem síðan var ekið á flugsafnið á Ak­ur­eyri.

Kristján Árna­son, fyrrv. flug­stjóri og verk­fræðing­ur, hannaði og smíðaði flug­vél­ina sem ber ein­kenn­is­staf­ina TF JFP. Vinna hans við flug­vél­ina hófst í kring­um 1980 og stóð yfir í um 20 ár. Á tíma­bil­inu náði flug­vél­in að vísu aldrei flugi en hönn­un henn­ar þykir bylt­ing­ar­kennd en hún byggðist m.a. á að mótor henn­ar var inni í vél­inni. Er TF JFP nú kom­in á flugsafnið á Ak­ur­eyri þar sem al­menn­ingi gefst tæki­færi til að skoða þessa óvenju­legu hönn­un.

Flugvélinni var lyft með krana frá borði.
Flug­vél­inni var lyft með krana frá borði. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert