Svandísi tekið fagnandi af stórfjölskyldunni

Svandís komin aftur til síns heima á Bakkatjörn.
Svandís komin aftur til síns heima á Bakkatjörn. mbl.is/Ómar

Álftin Svandís sem hefur ekki látið sjá sig á Bakkatjörn að undanförnu kom aftur til síns heima í gær. Velunnarar Svandísar anda nú léttar en þeir voru farnir að óttast um hag hennar enda hafði hún ekki sést á Bakkatjörn svo vikum og mánuðum skipti.

Svandís er með eindæmum vanaföst en hún er talin hafa verpt í hólmanum í Bakkatjörn í 18 ár.

Það voru greinilega fagnaðarfundir þegar Svandís sneri aftur á tjörnina í gær því þar var hún í faðmi stórfjölskyldunnar, mátti þar sjá stegginn, ungana þrjá sem komust upp síðasta sumar og önnur eldri afkvæmi að talið er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka