Aðgangur að tölublaði Spegilsins enn lokaður

Mynd sem birtist í Spegilsblaðinu sem lagt var hald á.
Mynd sem birtist í Spegilsblaðinu sem lagt var hald á.

Til er eintak af 2. tölublaði skoptímaritsins Spegilsins frá árinu 1983 í hirslum Landsbókasafns - háskólasafns í Þjóðarbókhlöðunni. Aðgangur að því er hins vegar lokaður, jafnvel fyrir fræðimenn. Einnig er lokað fyrir aðgang að blaðinu á vefnum tímarit.is.

Lögregla lagði hald á blaðið á sínum tíma og ritstjóri þess, Úlfar Þormóðsson, var dæmdur í sekt fyrir guðlast. Ríkissaksóknari lét leggja hald á blaðið en það þótti brjóta í bága við almennt velsæmi þess tíma. Hæstiréttur staðfesti síðar að haldlagningin hefði verið réttmæt.

Í Morgunblaðinu í dag segir Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður málið sérkennilegt og að hún efist um að blaðið yrði bannað kæmi það út í dag. „Ef aðilar málsins eru sammála um að þessi dómur eigi ekki lengur við og sætta sig við að efnið sé fyrir allra augum þá myndum við skoða það gaumgæfilega að birta það,“ segir Ingibjörg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert