Hrossakjöt í erlendum hamborgurum

mbl.is

Upplýsingar hafa borist Matvælastofnun frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að heilbrigðiseftirlitið hafi látið taka af markaði og innkalla frá neytendum innflutta hamborgara sem seldir voru í versluninni Iceland. Hrossakjöt var í hamborgurunum.

DNA-rannsókn á Írlandi leiddi í ljós að hrossakjöt er að finna í um 37% hamborgara sem seldir eru á Írlandi og Bretlandi. Málið hefur vakið mikla athygli og kallað á hörð viðbrögð.

Nú hefur komið í ljós að verslunin Iceland við Engihjalla hefur boðið til sölu hamborgara sem bera vöruheitið „Iceland 4 beef quarter pounders“. Matvælastofnun segir að leifar af hrossakjöti hafi fundust í vörunni.  Á merkingu vörunnar stendur 100% nautakjöt og er innihaldslýsing því röng. Varan hefur nú verið innkölluð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert