Daníel hellir niður mjólkinni

00:00
00:00

Í rúm­lega tvo mánuði hef­ur það verið eitt af dag­leg­um verk­um Daní­els Jóns­son­ar, bónda á Ing­unn­ar­stöðum í Reyk­hóla­sveit, að hella niður mjólk, en hann missti fram­leiðslu­leyfi 12. nóv­em­ber. Fram­leiðslan er um 750 lítr­ar á dag og hún fer mest­öll í niður­fallið.

Mat­væla­stofn­un gerði á síðasta ári at­huga­semd við eitt og annað hjá Daní­el, m.a. þrifnað á mjaltaþjóni og þrifnað í mjólk­ur­húsi. Daní­el seg­ist hafa gert úr­bæt­ur, en viður­kenn­ir að vegna erfiðar fjár­hags­stöðu sinn­ar hafi hann ekki treyst sér til að ráðast dýr­ar end­ur­bæt­ur. Hann tel­ur að Mat­væla­stofn­un hafi gengið allt of hart fram í þessu máli.

Daní­el kærði ákvörðun Mat­væla­stofn­un­ar um að svipta hann leyfi til at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins. Jafn­framt óskaði hann eft­ir að hann fengi að selja mjólk meðan ráðuneytið væri að svara bréf­inu. Því hafnaði ráðuneytið, en hann bíður hins veg­ar enn eft­ir efn­is­legu svar frá ráðuneyt­inu.

Daní­el var lýst­ur gjaldþrota í nóv­em­ber 2011, en gjaldþrotið má m.a. rekja til fjár­fest­inga sem hann réðst í á ár­un­um 2006-2007.

Daní­el seg­ist á ár­inu 2005 hafa fengið til­boð frá Lands­bank­an­um um að bank­inn væri til­bú­inn til að fjár­magna bygg­ingu á nýju fjósi með tveim­ur mjaltaþjón­um. Í fram­haldi hafi hann keypt kvóta og fjölgað kún­um. Bank­inn hafi síðar dregið í land með lán­veit­ing­ar en fall­ist á að lána hon­um fyr­ir ein­um mjaltaþjóni.

Mat­væla­stofn­un hef­ur hafnað nýrri um­sókn frá Daní­el um fram­leiðslu­leyfi vegna þess að hann eigi hvorki jörðina né bú­stofn­inn. Daní­el er ósátt­ur við að Mat­væla­stofn­un blandi sam­an kvört­un­um sín­um við fjár­hags­stöðu sína. „Mér finnst að ég hafi verið beitt­ur miklu órétt­læti í þessu máli,“ seg­ir Daní­el.

Skipta­stjóri þrota­bús­ins á Ing­unn­ar­stöðum seg­ist hafa gefið hon­um og lög­fræðing­um hans góðan tíma til að finna lausn, en það hafi ekki tek­ist.

Nán­ar verður fjallað um þetta mál í Morg­un­blaðinu á morg­un og á mbl.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert