Tjörukögglar í Hvalfjarðargöngunum

Tjöruskemmdir hafa orðið bæði á flutningabílum og fólksbílum.
Tjöruskemmdir hafa orðið bæði á flutningabílum og fólksbílum.

Tjörukögglar eru nú víða á vegum á Norðvesturlandi en þeir hafa væntanlega borist með bifreiðum sem átt hafa leið um vegi í Vestur- og Austur-Húnavatnssýslum þar sem miklar blæðingar hafa verið í vegum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi hafa slíkir kögglar þannig borist víða um vegi vestanlands.

Þá er talsvert um tjöruköggla í Hvalfjarðargöngunum og er unnið að því að hreinsa veginn í gegnum þau. Umferðarstofa hefur eftir vegfaranda sem fór um göngin í morgun að stórir kögglar af storknaðri vegklæðningu sem losnað hefðu af bifreiðum. Fylgt hafi sögunni að ökumenn hefðu ítrekað þurft að sevigja framhjá stærstu stykkjunum. Af þessum sökum hafi Spölur sett upp skilti með aðvörun um sérstaka aðgæslu við sunnanverð göngin.

Hvetur Umferðarstofa ökumenn til sérstakrar aðgæslu á leiðinni á milli höfuðborgarsvæðisins og Norðausturlands. Eru þeir hvattir til þess að gæta að hraða og aka í samræmi við aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert