Sendi Obama heillaóskir

00:00
00:00

For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, sendi í dag Barack Obama for­seta Banda­ríkj­anna, heilla­ósk­ir í til­efni af embættis­töku hans.

„Í bréf­inu ít­rekaði for­seti Íslands trausta vináttu og langvar­andi tengsl þjóðanna og fagnaði sér­stak­lega yf­ir­lýs­ing­um Obama í ræðunni sem hann flutti við embættis­tök­una, hvatn­ingu hans til öfl­ugr­ar bar­áttu gegn lofts­lags­breyt­ing­um og víðtækra breyt­inga á orku­kerf­um á grund­velli sjálf­bærr­ar nýt­ing­ar.

For­seti Íslands áréttaði að tengsl­in milli ofsa­veðra og bráðnun­ar íss á Norður­slóðum væru nú æ fleir­um ljós eins og vís­inda­leiðang­ur kín­versku Heim­skauta­stofn­un­ar­inn­ar, sigl­ing Snædrek­ans frá Shang­hæ til Íslands, á liðnu sumri hefði borið vitni um.

Sam­bandið á milli bráðnun­ar íss og jökla á heim­skauta­svæðum og í Himalaja­fjöll­um og brýnn­ar umbreyt­ing­ar á orku­kerf­um ver­ald­ar yrði að vera kjarn­inn í nýrri stefnu allra þjóða. Því markaði ræða Obama við embættis­tök­una af­ger­andi þátta­skil.

Þá væru og bundn­ar mikl­ar von­ir við for­mennsku Banda­ríkj­anna í Norður­skauts­ráðinu á næstu árum.

For­seti vék einnig í bréf­inu að mögu­leik­um Banda­ríkj­anna á sviði jarðhita­nýt­ing­ar og lýsti vilja ís­lenska tækni- og vís­inda­sam­fé­lags­ins til að efna til ná­inn­ar sam­vinnu á því sviði,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sem for­seta­skrif­stof­an hef­ur sent frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka