Búinn að hella niður 50 þúsund lítrum

Daníel hellir daglega niður um 750 lítrum af mjólk. Mjólkin …
Daníel hellir daglega niður um 750 lítrum af mjólk. Mjólkin rennur niður í niðurfallið. mbl.is/Golli

Daní­el Jóns­son, bóndi á Ing­unn­ar­stöðum í Reyk­hóla­sveit, missti fram­leiðslu­leyfi 12. nóv­em­ber sl. og hef­ur í tæp­lega tvo og hálf­an mánuð helt niður mjólk, sam­tals yfir 50 þúsund lít­um. Daní­el bíður enn eft­ir svari at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins um hvort ákvörðun Mat­væla­stofn­un­ar um að svipta hann leyfi, verði end­ur­skoðuð.

Þegar ný mat­væla­lög­gjöf tók gildi hér á landi árið 2010 voru gerðar breyt­ing­ar á op­in­beru eft­ir­liti héraðsdýra­lækna. Áður voru dýra­lækn­ar bæði í því hlut­verki að lækna dýr, hafa eft­ir­lit með dýr­um og hafa eft­ir­lit með fjós­um og hrein­leika afurðanna. Með nýju lög­un­um voru skipaðir sex héraðsdýra­lækn­ar og þeirra hlut­verk er fyrst og fremst að tryggja heil­brigði og vel­ferð dýra og fylgj­ast með hrein­leika og þrifnaði í fram­leiðslu.

Þó til­gang­ur þess­ara breyt­inga hafi verið að koma í veg fyr­ir hugs­an­lega hags­muna­árekstra í starfi dýra­lækna þá hef­ur þessi breyt­ing einnig orðið til þess að allt eft­ir­lit með fram­leiðslu bænda hef­ur verið aukið og kröf­ur verið hert­ar.

Dýra­lækn­ir gerði at­huga­semd­ir

Þegar nýr héraðsdýra­lækn­ir kom til að skoða fjósið á Ing­unn­ar­stöðum í júní á síðasta ári gerði hann nokkr­ar at­huga­semd­ir við fjósið. At­huga­semd­irn­ar eru merkt­ar sem „frá­vik“, en þær snerta þrif á mjalta­búnaði, mjólk­ur­hús, handþvottaaðstöðu. Gerð er at­huga­semd við að poll­ur sé við vatns­kar og að mjólk­ur­hús­gólf sé gróft og erfitt sé að þrífa það. Jafn­framt er vak­in at­hygli á því að ekki sé búið að rann­saka gæði vatns­ins, en það hlut­verk Heil­brigðis­eft­ir­lits Vest­fjarða að gera það.

Héraðsdýra­lækn­ir kom aft­ur í sept­em­ber til að kanna hvort gerðar hefðu verið úr­bæt­ur. Í skýrsla dýra­lækn­is seg­ir að búið sé að þrífa mjaltaþjón en tals­vert ryk sé þó ofan á hon­um. Handþvottaaðstaða hafi verið bætt, en krani sé þó enn mjög skít­ug­ur og það vanti handþurrk­ur. Fram kem­ur að hvorki hafi verið gerðar úr­bæt­ur við vatns­karið né á mjólk­ur­hús­gólfi. Al­var­leg­asta at­huga­semd­in er þó að vatnið stand­ist ekki gæðakröf­ur.

Héraðsdýra­lækn­ir kom aft­ur í heim­sókn í byrj­un októ­ber og þá eru gerðar at­huga­semd­ir við þrif á mjaltaþjóni, á veggj­um, tröpp­um, handþvottaaðstöðu og bætt er við að drasl sé í kring­um fjósið.

Nýr dýra­lækn­ir ger­ir strang­ari kröf­ur

Daní­el seg­ir að venju­lega þegar dýra­lækn­ir kom til að skoða fjósið hafi það tekið um tíu mín­út­ur. Stund­um hafi verið gerðar ein­hverj­ar smá­vægi­leg­ar at­huga­semd­ir sem hann hafi reynt að taka til­lit til. Þegar nýi héraðsdýra­lækn­ir kom í júní sl. hafi hann verið um tvo klukku­tíma að skoða fjósið. Hann seg­ist hafa verið í miðjum heyskap þegar at­huga­semd­ir bár­ust og talið að hann þyrfti ekki að rjúka úr heyskap til að gera úr­bæt­ur sem merkt­ar hafi verið „frá­vik“. Þegar hann hafi fengið upp­lýs­ing­ar að vatnið stæðist ekki gæðakröf­ur hafi hann strax brugðist við, en í ljós hafi komið að rör var farið í sund­ur við brunn­inn sem leiddi til þess að yf­ir­borðsvatn komst í vatns­leiðsluna. Ný rann­sókn staðfesti að vatnið er komið í gott lag og stenst gæðakröf­ur.

Daní­el seg­ist hafa lagt áherslu á að þrífa mjaltaþjón og hon­um finnst langt gengið að gerð sé at­huga­semd við að ryk sé efst á hon­um.

Daní­el seg­ir að vegna óljósr­ar fjár­hags­legr­ar stöðu sinn­ar hafi hann ekki treyst sér til að gera end­ur­bæt­ur sem kostuðu veru­lega fjár­muni eins og að flísa­leggja gólf í mjólk­ur­húsi og göng­um við mjaltaþjón. Aðal­atriði sé þó að at­huga­semd­irn­ar séu ekki al­var­leg­ar. Mjólk­in hafi staðist gæðakröf­ur og ekki hafi verið gerðar at­huga­semd­ir við aðbúnað kúnna eða þrifnað á þeim.

Daní­el er ósátt­ur við hversu stutt­an frest hann fékk til að bregðast við, en 31. októ­ber er hon­um til­kynnt að hann Mat­væla­stofn­un hygg­ist aft­ur­kalla starfs­leyfi vegna þess að ekki hafi verið brugðist við ít­rekuðum at­huga­semd­um. Fram kem­ur í bréf­inu að sum­ar at­huga­semd­irn­ar nái allt til árs­ins 2008. Starfs­leyfið var síðan aft­ur­kallað 12. nóv­em­ber og síðan hef­ur Daní­el ekki mátt selja mjólk. Hann fram­leiðir um 750 líta af mjólk á dag og er því bú­inn á þessu tíma­bili að hella niður yfir 50 þúsund lítr­um af mjólk.

Daní­el seg­ir blóðugt að þurfa að hella niður allri þess­ari mjólk. Hann hef­ur nýtt ein­hvern hluta henn­ar í kálfa.

Daní­el kærið ákvörðun Mat­væla­stofn­un­ar um að svipa hann leyfi til at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins. Jafn­framt óskaði hann eft­ir að hann fengið að selja mjólk meðan ráðuneytið væri að svara bréf­inu. Því hafnaði ráðuneytið, en hann bíður hins veg­ar enn eft­ir efn­is­legu svar frá ráðuneyt­inu.

Daní­el sótti jafn­framt á ný eft­ir fram­leiðslu­leyfi til Mat­væla­stofn­un­ar. Því hafnaði stofn­un­in með þeim rök­um að Daní­el sé ekki eig­andi jarðar­inn­ar eða bú­stofns­ins.

Daní­el tek­ur fram að héraðsdýra­lækn­ir hafi ekki komið í heim­sókn til sín síðan 5. októ­ber.

Gjaldþrota í nóv­em­ber 2011

Daní­el var lýst­ur gjaldþrota í nóv­em­ber 2011. Gjaldþrotið má m.a. rekja til fjár­fest­inga sem hann réðist í á ár­un­um 2006-2008.

„Árið 2005 kom í heim­sókn til mín maður frá Lands­bank­an­um og bauðst til að fjár­magna fyr­ir mig bygg­ingu á nýju fjósi með tveim­ur ró­bót­um.  Ég ákvað að und­ir­búa stækk­un bús­ins með því að kaupa kýr og kaupa kvóta. Eft­ir að Lands­bank­inn hafði keypt Lána­sjóð land­búnaðinn kom annað hljóð í stokk­inn og þeir vildu þá lítið gera fyr­ir mig. Árið 2006 ákvað ég að kaupa ró­bót og gera end­ur­bæt­ur á fjós­inu. Ég fékk lán frá Lands­bank­an­um til þess­ara fjár­fest­inga,“ seg­ir Daní­el.

Daní­el seg­ir að það hafi tekið nokk­urn tíma að ljúka þess­um fram­kvæmd­um og ná tök­um á nýrri tækni við mjalt­ir. Vegna þess hve fjár­hag­ur­inn hafi verið orðinn þröng­ur hafi hann ekki náð að klára all­ar þær end­ur­bæt­ur á fjós­inu sem hann hafi ætlað að fara í.

Þó að Daní­el sé gjaldþrota og skipaður hafi verið skipta­stjóri seg­ist hann lítið hafa haft af hon­um að segja.

Daní­el seg­ir að Lands­bank­inn hafi boðið sér sjö mánaða leigu­samn­ing, en hann hafi hafnað hon­um vegna þess að leig­an hafi verið of há eða um 680 á mánuði. Hann sagðist hafa boðist til leigja búið á 250 þúsund en því til­boði hafi ekki verið svarað.

Daní­el seg­ir að sl. vor hafi Lands­bank­inn tekið bein­greiðslur, sem ber­ast frá rík­is­sjóði til sín. Kvót­inn hafi síðan verið seld­ur í haust, en Daní­el ef­ast um að sú aðgerð sé lög­lög því að sam­kvæmt lög­um megi ekki selja fram­leiðslu­rétt nema með samþykki fram­leiðanda.

Gaf Daní­el góðan tíma til að finna lausn

Pét­ur Krist­ins­son skipta­stjóri seg­ir að eft­ir að Daní­el varð gjaldþrota hafi hann ákveðið að gefa hon­um og lög­mönn­um hans góða tíma til að finna lausn á mál­inu þannig að hann geti haldið áfram bú­skap, en það hafi ekki tek­ist. Lyk­ill­inn að því hafi verið að ná samn­ing­um við Lands­bank­ann. Staða Daní­els hafi verið að þrengj­ast. „Ég er sjálfsagt bú­inn að gefa hon­um of lang­an tíma og nú er að líða að því að það þarf að fást botni í málið,“ seg­ir Pét­ur.

Þrota­búið á í dag skepn­urn­ar á Ing­unn­ar­stöðum, en Lands­bank­inn hef­ur leyst til sín jörðina.

Daníel hefur búið á Inngunarstöðum frá 10 ára aldri.
Daní­el hef­ur búið á Inn­g­un­ar­stöðum frá 10 ára aldri. mbl.is/​Golli
Daníel er með rúmlega 50 mjólkandi kýr í fjósi og …
Daní­el er með rúm­lega 50 mjólk­andi kýr í fjósi og annað eins af kálf­um og kvíg­um. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert