Ríkisolíufélag aldrei að veruleika

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er búið að einkavæða bæði olíuleit og olíuvinnslu á áhrifasvæði Íslands á Jan Mayen svæðinu,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, og vísar þar í þau sérleyfi sem gefin hafa verið út af íslenskum stjórnvöldum í þeim efnum.

Þór segir að skýrt hafi komið fram á fundi atvinnuveganefndar Alþingis með fulltrúum Orkustofnunar, atvinnuvegaráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins og forsvarsmönnum olíufyrirtækjanna Faroe Petroleum og Valiant Petroleum í gær að ríkisolíufélag eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefði kallað eftir yrði aldrei að veruleika af þessum sökum.

„Sorrí, en vegir SJS og VG eru órannsakanlegir,“ segir hann að lokum á Facebook-síðu sinni og vísar þar til Steingríms J. Sigfússonar og flokks hans Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert