Staðnir að ólöglegum veiðum

Týr vísaði norska loðnuveiðiskipinu Manon til hafnar í gær
Týr vísaði norska loðnuveiðiskipinu Manon til hafnar í gær Af vef Landhelgisgæslunnar

Varðskipið Týr vísaði í gær­kvöldi norska loðnu­veiðiskip­inu Manon til hafn­ar á Eskif­irði fyr­ir meint­ar ólög­leg­ar veiðar eft­ir að varðskips­menn fóru um borð til eft­ir­lits.

Á vef Land­helg­is­gæsl­unn­ar kem­ur fram að skipið sigldi að fyr­ir­fram til­greind­um eft­ir­litsstað á miðunum fyr­ir aust­an land á leið út úr ís­lensku efna­hagslög­sög­unni. Þar fóru varðskips­menn um borð til eft­ir­lits með skrán­ing­um veiða og afla.  

Með tals­verðan um­framafla

Mæl­ing­ar varðskips­manna leiddu í ljós að afli um borð virt­ist vera tals­vert um­fram þau 600 tonn sem skipið hafði til­kynnt um að það hefði veitt inn­an ís­lensku efna­hagslög­sög­unn­ar.

Eft­ir sam­ráð við full­trúa í at­vinnu­vega- ogný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu var skip­inu vísað til hafn­ar og fylgdi varðskipið skip­inu. Málið verður í fram­hald­inu rann­sakað af lög­reglu í sam­vinnu við Land­helg­is­gæsl­una.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka