Yfirheyrslur standa enn yfir

VS týr á siglingu.
VS týr á siglingu. Árni Sæberg

Yfirheyrslur standa enn yfir skipstjóra á norsku skipi sem staðið var að ólöglegum veiðum í gærkvöldi. 

Skipið heitir Manon og var flutt til hafnar á Eskifirði eftir að varðskipsmenn í varðskipinu Týr fóru um borð til eftirlits.

Mælingar varðskipsmanna leiddu í ljós að afli um borð virtist vera talsvert umfram þau 600 tonn sem skipið hafði tilkynnt um að það hefði veitt innan íslensku efnahagslögsögunnar.

Samkvæmt vaktmanni lögreglunnar á Eskifirði mun yfirheyrslum ekki ljúka fyrr en síðla kvölds.

Sjá einnig Staðnir að ólöglegum veiðum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert