Tjónið verður bætt

Umferðarstofa

Vegagerðin og Sjóvá, tryggingafélag Vegagerðarinnar, hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að bæta tjón á ökutækjum, sem sannanlega má rekja til framangreindra blæðinga dagana 18. - 23. janúar sl.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur að undanförnu orðið vart við talsverðar vetrarblæðingar á Vestur- og Norðurlandi, einkum í Húnavatnssýslum vestan Blönduóss. Þó að atvik sem þessi séu ekki algeng hafa vetrarblæðingar þekkst um langt skeið. Ástandið sem skapaðist um og eftir sl. helgi var hins vegar óvenju slæmt. Ekki er að fullu ljóst hvað valdið hefur þessum óvenjulegu blæðingum. Þó virðist sem um samspil margra ólíkra þátta sé að ræða.

Er þetta gert þrátt fyrir að orsök blæðinganna liggi ekki nákvæmlega fyrir og hefur því ekki fordæmisgildi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

„Vegagerðin biður vegfarendur velvirðingar á því ástandi sem skapaðist og þeim óþægindum sem það hefur valdið. Jafnframt hvetja Vegagerðin og Sjóvá ökumenn til þess að gæta fyllstu varúðar og haga ávallt akstri í samræmi við aðstæður hverju sinni.

Vegfarendum, sem orðið hafa fyrir tjóni á ökutækjum sínum af völdum þessara blæðinga á áðurnefndu tímabili, er bent á að hafa samband við Sjóvá og fylla út tjónaskýrslu. Nánari upplýsingar eða aðstoð er hægt að nálgast hjá þjónustuveri Sjóvár í síma 440 2000.

Jafnframt býður Vegagerðin ökumönnum verulega óhreinna ökutækja af völdum tjörunnar að fá beiðni fyrir þrifum á næstu starfsstöð Vegagerðarinnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert