Boða fund að viku liðinni

Hörður Torfa­son, sem var fund­ar­stjóri á úti­fundi á Aust­ur­velli í dag þar sem stjórn­ar­skrár­málið var til umræðu seg­ir að ekk­ert verði gefið eft­ir hvað varðar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni og ann­ar fund­ur hafi verið boðaður á Aust­ur­velli eft­ir viku.

Talið er að á milli tvö og þrjú hundruð hafi mætt á fund­inn í dag en ræðumenn dags­ins voru þau Hall­dóra K. Thorodd­sen, rit­höf­und­ur og Örn Bárður Jóns­son prest­ur.

Hörður seg­ir að Radd­ir fólks­ins vilji halda Alþingi við efnið og að Alþingi beri að virða skýr­an vilja kjós­enda, eins og hann kom fram í þjóðar­at­kvæðagreiðslu 20. októ­ber sl. Af­greiða eigi frum­varpið fyr­ir þinglok en nú heyr­ist þær radd­ir að það muni ekki ganga eft­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert