Boða fund að viku liðinni

Hörður Torfason, sem var fundarstjóri á útifundi á Austurvelli í dag þar sem stjórnarskrármálið var til umræðu segir að ekkert verði gefið eftir hvað varðar breytingar á stjórnarskránni og annar fundur hafi verið boðaður á Austurvelli eftir viku.

Talið er að á milli tvö og þrjú hundruð hafi mætt á fundinn í dag en ræðumenn dagsins voru þau Halldóra K. Thoroddsen, rithöfundur og Örn Bárður Jónsson prestur.

Hörður segir að Raddir fólksins vilji halda Alþingi við efnið og að Alþingi beri að virða skýran vilja kjósenda, eins og hann kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október sl. Afgreiða eigi frumvarpið fyrir þinglok en nú heyrist þær raddir að það muni ekki ganga eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert