„Fæ loksins Blæ í vegabréfið“

Lögmaður Blævar, Blær og Björk móðir hennar.
Lögmaður Blævar, Blær og Björk móðir hennar. mbl.is/Kristinn

„Ég er mjög ánægð. Ég var jákvæð en bjóst við hverju sem er,“ sagði Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti að hún megi bera nafnið Blær. „Ég fæ loksins Blæ í vegabréfið mitt.“

Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í dag úrskurð mannanafnanefndar þess efnis að Blær fái ekki að bera nafnið. Hún hefur því verið skráð sem Stúlka í þjóðskrá. Um leið og úrskurðurinn var ógiltur staðfesti dómurinn einnig að Blær fái að bera nafn sitt.

Blær sagðist hafa búist við að vinna en þetta hafi verið afar stressandi og erfiðlega hafi gengið að sofna í gærkvöldi.

Hvað næstu skref varðar sagði Blær að það væri að fara í skólann aftur. Svo þarf væntanlega að endurnýja öll skilríki, debetkort og annað með nafninu Stúlka.

Héraðsdómur sýknaði þó íslenska ríkið af 500 þúsund króna miskabótakröfu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjum málsins, af hálfu ríkisins.

Frétt mbl.is: Fær að heita Blær

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert