Olíumálinu vísað frá

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Hæstirétt­ur vísaði í dag máli olíu­fé­lag­anna, Olíu­versl­un­ar Íslands hf, Skelj­ungs hf og Kers hf gegn Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu og rík­inu frá héraðsdómi. Var þeim gert að greiða 15 millj­ón­ir króna til rík­is­ins í máls­kostnað fyr­ir Hæsta­rétti og í héraði og sömu upp­hæð til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Um er að ræða hið upp­haf­lega olíu­sam­ráðsmál en Sam­keppn­is­ráð ákvað 28. októ­ber 2004 að leggja sekt­ir á olíu­fé­lög­in Esso (Ker hf.), Olís og Skelj­ung, eft­ir rann­sókn Sam­keppn­is­stofn­un­ar sem hrundið var af stað með hús­leit, hald­lagn­ingu skjala og af­rit­un tölvu­tækra gagna á starfs­stöðum fé­lag­anna 18. des­em­ber 2001. 

Þeirri ákvörðun skutu fé­lög­in til áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála, sem kvað upp úr­sk­urð í mál­inu 29. janú­ar 2005 og lækkuðu sekt­irn­ar í öll­um til­vik­um. Nefnd­in dæmdi olíu­fé­lög­in til að greiða sam­tals 1.505 millj­ón­ir í sekt, sem þau greiddu með fyr­ir­vara um lög­mæti þeirra.

Fé­lög­in höfðuðu í kjöl­farið mál og voru þau þing­fest og sam­einuð haustið 2005.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur komst að þeirri niður­stöðu að svo mikl­ir ann­mark­ar væru á málsmeðferð í ol­íu­mál­inu upp­haf­lega að þeir leiði til þess að fella verði úr gildi úr­sk­urð áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála. Íslenska ríkið var þá dæmt til að end­ur­greiða Keri hf., 495.000.000 króna, Skelj­ungi hf. 450.000.000 króna og Olíu­versl­un Íslands 560.000.000 króna.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka