FBI rannsakaði tölvuárás á Ísland

mbl.is/Hjörtur

Koma starfs­manna banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, til Íslands í ág­úst 2011 grund­vallaðist á fyr­ir­liggj­andi rétt­ar­beiðni og var liður í rann­sókn þeirra og rann­sókn ís­lensku lög­regl­unn­ar vegna mögu­legr­ar tölvu­árás­ar á tölvu­kerfi stjórn­ar­ráðsins. Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt rík­is­sak­sókn­ara og rík­is­lög­reglu­stjóra vegna fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar und­an­farið um komu starfs­manna banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, til Íslands í ág­úst 2011.

Í sam­an­tekt­inni kem­ur fram að upp­haf máls­ins hér á landi hafi verið upp­lýs­ing­ar sem FBI kom á fram­færi 20. júní 2011 um fyr­ir­hugaða tölvu­árás. Um væri að ræða alþjóðleg sam­tök tölvu­hakk­ara sem hefðu hakkað sig inn í tölvu­kerfi fyr­ir­tækja og stofn­ana víða um heim, yf­ir­tekið kerf­in og stolið gögn­um. Hinn 23. júní komu full­trú­ar FBI til fund­ar við full­trúa rík­is­lög­reglu­stjóra og gerðu frek­ari grein fyr­ir mál­inu. Sama dag gerðu full­trú­ar rík­is­lög­reglu­stjóra rík­is­sak­sókn­ara og full­trú­um for­sæt­is-, inn­an­rík­is- og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins grein fyr­ir stöðu máls­ins.  

Ákveðið var í fram­haldi af fram­an­greindu að lagt yrði til við FBI að leggja fram form­lega rétt­ar­beiðni þar sem óskað væri eft­ir aðstoð ís­lenskra yf­ir­valda í máli þessu. Í fram­hald­inu kom fram rétt­ar­beiðni frá þeim hinn 4. júlí 2011 sem lög­um sam­kvæmt var send inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Ráðuneytið féllst á að taka beiðnina til meðferðar og fram­sendi er­indið rík­is­sak­sókn­ara til frek­ari fyr­ir­greiðslu með bréfi 6. júlí 2011.  Sama dag fram­sendi rík­is­sak­sókn­ari rétt­ar­beiðnina til rík­is­lög­reglu­stjóra til meðferðar.   

Grun­ur um al­var­legt brot gegn ís­lenska rík­inu

Hjá rík­is­lög­reglu­stjóra var unnið áfram að ís­lenska hluta rann­sókn­ar­inn­ar í sam­vinnu við rík­is­sak­sókn­ara. Um var að ræða grun um al­var­leg brot sem beind­ust gegn ís­lenska rík­inu. Þeirri rann­sókn er ekki lokið en fram hafa komið vís­bend­ing­ar um að Íslend­ing­ur og er­lend­ir aðilar með tengsl við Wiki­leaks-sam­tök­in eigi hér hlut að máli.  

Hinn 7. júlí óskaði FBI síðan eft­ir því að full­trú­ar ís­lensku lög­regl­unn­ar kæmu til fund­ar í Banda­ríkj­un­um vegna nýrra upp­lýs­inga sem vörðuðu Ísland og þeir vildu koma á fram­færi og ráðfæra sig um við ís­lensku lög­regl­una. Að höfðu sam­ráði við inn­an­rík­is­ráðuneytið og rík­is­sak­sókn­ara fóru þrír full­trú­ar frá rík­is­lög­reglu­stjóra til fund­ar með FBI í Banda­ríkj­un­um hinn 11. júlí. 

Að kvöldi 23. ág­úst fékk ís­lenska lög­regl­an um það vitn­eskju að ís­lensk­ur maður hefði gefið sig fram við banda­ríska sendi­ráðið á Íslandi og óskaði eft­ir að koma á fram­færi upp­lýs­ing­um til banda­rískra yf­ir­valda sem vörðuðu málið. FBI óskaði í kjöl­farið eft­ir aðstoð ís­lensku lög­regl­unn­ar í mál­inu og að koma til Íslands í þeim til­gangi að funda með upp­lýs­ingaaðilan­um. Með í för yrðu banda­rísk­ir sak­sókn­ar­ar frá New York og Virg­in­íu.   

Rík­is­sak­sókn­ari var strax upp­lýst­ur um beiðni FBI og morg­un­inn eft­ir, 24. ág­úst, hafði rík­is­sak­sókn­ari sam­band við  inn­an­rík­is­ráðuneytið og gerði grein fyr­ir stöðu máls­ins. Í beinu fram­haldi var hald­inn fund­ur hjá rík­is­sak­sókn­ara með þátt­töku full­trúa rík­is­lög­reglu­stjóra og inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.   

Á fund­in­um var ákveðið að heim­ila komu FBI til lands­ins og lagðar lín­ur um fyr­ir­komu­lagið. Tryggt yrði að ís­lensk lög­reglu­yf­ir­völd stýrðu aðgerðum hér á landi. Farið yrði ræki­lega yfir málið með full­trú­um FBI og banda­rísku sak­sókn­ur­un­um áður en rætt yrði við upp­lýs­ingaaðilann. Um væri að ræða fund með viðkom­andi þar sem hann hafði óskað eft­ir að koma á fram­færi upp­lýs­ing­um.  Ekki yrði um yf­ir­heyrslu að ræða en ís­lenska lög­regl­an þyrfti m.a. að tryggja rétt­ar­stöðu manns­ins ef til þess kæmi að upp­lýs­ing­ar sem hann veitti bentu til þess að hann hefði framið refsi­verðan verknað.  Málið færi þá í nýj­an far­veg og hann fengi rétt­ar­stöðu grunaðs. Í kjöl­far fund­ar­ins var FBI til­kynnt að þeim væri heim­ilt að koma til lands­ins.  

Full­trú­ar FBI og sak­sókn­ar­ar komu til lands­ins að kvöldi 24. ág­úst. Morg­un­inn eft­ir funduðu rík­is­sak­sókn­ari og full­trú­ar rík­is­lög­reglu­stjóra með þeim um næstu skref.  Ákveðið var að ís­lenska lög­regl­an og FBI ættu fund með upp­lýs­ingaaðilan­um.  Rík­is­sak­sókn­ari fundaði síðan sér­stak­lega með banda­rísku sak­sókn­ur­un­um þar sem farið var yfir ís­lensk refsi- og réttar­fars­lög í tengsl­um við málið.   

Íslenska lög­regl­an dró sig út úr mál­inu

Síðar um dag­inn, hinn 25. ág­úst, um það leyti sem full­trú­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og full­trú­ar FBI ætluðu að funda með upp­lýs­ingaaðilan­um, var rík­is­sak­sókn­ari boðaður á fund í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu til að fjalla um þá rétt­ar­beiðni sem lá fyr­ir frá banda­rísk­um stjórn­völd­um. Á fund­in­um kynnti ráðuneytið það álit að yf­ir­stand­andi aðgerð félli utan við rétt­ar­beiðnina og FBI þyrfti að leggja fram nýja rétt­ar­beiðni vegna þessa.  Ráðuneyt­is­stjóri inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hafði sam­band við ís­lensku lög­reglu­menn­ina og gaf fyr­ir­mæli um að ís­lenska lög­regl­an tæki ekki þátt í þess­ari aðgerð með FBI og boðaði lög­reglu­menn­ina til fund­ar í ráðuneyt­inu.    

Á fund­in­um ít­rekaði inn­an­rík­is­ráðherra fyr­ir­mæli ráðuneyt­is­stjór­ans um að ís­lenska lög­regl­an tæki ekki þátt í aðgerðinni og drægi sig út úr mál­inu.   

Full­trú­ar FBI héldu áfram viðræðum við upp­lýs­ingaaðilann næstu daga án aðkomu ís­lensku lög­regl­unn­ar. Hinn 30. ág­úst upp­lýstu full­trú­ar FBI full­trúa rík­is­lög­reglu­stjóra um að sendi­ráði Banda­ríkj­anna hefði verið tjáð sú ósk ut­an­rík­is- og inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins að FBI ræddi ekki frek­ar við upp­lýs­ingaaðilann hér á landi auk þess sem gefið var í skyn að vera þeirra hér á landi væri tal­in óæski­leg. Í fram­haldi af því yf­ir­gáfu þeir landið, seg­ir í sam­an­tekt rík­is­lög­reglu­stjóra og rík­is­sak­sókn­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert