Óskar eftir greinargerð

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar.
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar. mbl.is/Golli

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, óskaði í nýliðinni viku eftir greinargerðum frá innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti um mál bandarískra lögreglumanna frá FBI. Þeir komu hingað til lands í ágúst 2011.

Innanríkisráðherra kom í veg fyrir samstarf Íslendinga við þá. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst Árni Þór vonast eftir svari áður en langt um liði. Þá gæti verið tilefni til að taka málið upp í nefndinni.

„Ég skrifaði bæði utanríkisráðherra og innanríkisráðherra bréf og óskaði eftir skriflegri greinargerð frá þeim til nefndarinnar um þá þætti málsins sem lúta að samskiptunum við Bandaríkin í þessu efni. Ég vona að svarið komi fljótlega og þá munum við taka það til umfjöllunar í nefndinni,“ sagði Árni Þór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert