Ögmundur vinnur að greinargerð um komu FBI

Ögmundur Jónasson er núna í heimsókn í Kína, en von …
Ögmundur Jónasson er núna í heimsókn í Kína, en von er á honum heim um helgina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Katrín Jakobsdóttir, starfandi innanríkisráðherra, ræddi á ríkisstjórnarfundi í morgun  um komu starfsmanna FBI og tveggja saksóknara til landsins í ágúst 2011. Hún segir að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sé að taka saman greinargerð um málið.

„Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, sem er staddur í Kína, er með í undirbúningi greinargerð um þetta mál. Greinargerðin verður lögð fyrir ríkisstjórnina og utanríkismálanefnd. Í ljósi þeirra frétta sem hafa verið um málið fannst mér rétt að greina ríkisstjórninni frá því,“ sagði Katrín í samtali við mbl.is.

Katrín sagðist ekki geta svarað neinu efnislega um málið eða komið með viðbrögð við greinargerð ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Ögmundur myndi gera það strax og hann kæmi heim.

Ekki hefur náðst í Ögmund í morgun, en von er á fréttatilkynningu frá innanríkisráðuneytinu um málið í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka