„Heimsókn FBI var unnin í samráði við íslensk stjórnvöld og algjörlega farið eftir þeim vinnureglum sem gilda í samskiptum landanna. Að öðru leyti tjáum við okkur ekki um einstök atriði málsins.“
Þetta segir talsmaður bandaríska sendiráðsins hér á landi um heimsókn alríkislögreglunnar, FBI, til Íslands sumarið 2011. Þá var uppi grunur um mögulega árás á tölvukerfi Stjórnarráðs Íslands og tengsl tölvuhakkara við uppljóstrunarvefinn Wikileaks.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að þau tengsl séu enn til rannsóknar. Heimild hafði verið gefin fyrir samstarfi íslensku lögreglunnar og FBI, sem vildi ræða við Íslending sem hafði gefið sig fram í bandaríska sendiráðinu.