Fóturinn sat fastur í höfðinu

Stólfótur sem fjarlægður var úr höfði ólánssams lögreglumanns eftir viðskipti við verkamenn í Gúttóslagnum  9. nóvember 1932, var í dag afhentur Árbæjarsafni. Fóturinn hafði gegnt hlutverki á bæjarstjórnarfundum fram að átökunum en var síðan í vörslu Ólafs Þorsteinssonar háls- nef og eyrnalæknis sem hlúði að særðum eftir átökin.

Barnabarn og alnafni Ólafs segir að afi sinn hafi sagt sér hvernig hann fjarlægði fótinn úr höfði lögreglumannsins en síðan skipaði fóturinn sérstakan sess á heimilinu og var aldrei talað um hann í öðru samhengi en að hann væri vopn.

Særðir leituðu til Ólafs sem var með stofu á Skólabrú 2 og Ólafur segir afa sinn hafa sagt sér að meiðslin hafi að megninu til verið höfuðmeiðsli sem ollu miklum blæðingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka