Átök milli manna í vélhjólasamtökum

Tveir voru handteknir í miðborginni í nótt eftir að hafa tekið upp hnífa í átökum.

Karlmaður tók upp hníf á skemmtistað í Tryggvagötu í nótt. Engan sakaði annan en hnífamanninn sem var sleginn í höfuðið. Málið er talið tengjast átökum milli fólks í vélhjólasamtökum, að því er fram kemur í upplýsingum lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

Lögreglan fékk svo tilkynningu um 3.40 um annað mál þar sem hnífur kom við sögu. Þá náðu dyraverðir að yfirbuga mann á skemmtistað í Hafnarstræti eftir að hann hafði veitt öðrum manni áverka, á hendi og víðar, með hníf. Hnífamaðurinn nefbrotnaði í átökunum.

Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert