Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fer fram á það að leiða fjögur vitni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna máls ákæruvaldsins á hendur honum. Um er að ræða Hauk Þór Haraldsson, Sigurjón Árnason, Guðlaug Þór Þórðarson og Ágústu Johnson.
Gunnar er ákærður fyrir brot á þagnarskyldu þegar hann hafði frumkvæði að því að gögnum um kaup Landsbankans á Bogmanninum, félagi Guðlaugs Þórs, var komið til DV.
Í málflutningi verjanda Gunnars kom fram að Gunnar hafi lagt fram kæru á hendur þremur vitnanna, en það ætti þó ekki að leiða til þess að þau yrðu ekki leidd fyrir dóminn sem vitni. „Ég vek athygli á því að Gunnar stóð í þeirri trú eða hafði grun um að refsiverð háttsemi kynni að hafa átt sér stað við millifærslu Landsbankans til Bogmannsins ehf. Það er því mikilvægt að leidd verði fyrir dóminn vitni sem geta borið um þessi viðskipti, hvort þau hafi átt sér stað, hvers eðlis þau voru og hvað bjó að baki greiðslunni,“
Um er að ræða 32,7 milljón króna greiðslu Landsbankans til Bogmannsins í júní 2003, en Bogmaðurinn.