Fleiri gerendur hafa leitað sér hjálpar vegna barnagirndar að undanförnu en alla jafna, í kjölfar umræðunnar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í janúar. Þetta segir Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur, sem sinnir slíkri þjónustu, en málþing um gerendur var haldið í Háskólanum í Reykjavík í dag.
Hann segir meðferðina vegna slíkra hneigða langvarandi og byggjast á samtölum, heimaverkefnum og æfingum, að rétta hugsanaskekkju ásamt því að efla meðvitund um afleiðingar kynferðislegs ofbeldis á brotaþola. Hann segir lyfjameðferð jafnframt geta verið gagnlega auk þess sem nauðsynlegt sé að efla sjálfsstjórn.