Bílvelta í mikilli hálku

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Jeppabifreið fór út af veginum á Bröttubrekku í glæraísingu rétt fyrir hádegið og hafnaði ofan í gili við brúna yfir Bjarnardalsá. Tvennt var í  bílnum og var fólkið flutt með sjúkrabílum til Reykjavíkur.

Mikil hálka er á fjallvegum og krapi og hálka víða á vegum á láglendi í Borgarfirði. Tvö önnur umferðaróhöpp hafa orðið í Borgarfirði í morgun, bæði á Mýrunum þar sem gerði einnig ísingu fyrir hádegið. Ekki urðu alvarleg meiðsl í þeim óhöppum. 

Vill lögreglan í Borgarfirði og Dölum vara vegfarendur við hættulegum akstursskilyrðum sem skapast hafa með snjókomunni í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert