Netið hjálpaði við smíði hörpunnar

Tónlistarmaðurinn Úlfur Hansson, sem hlaut í gær Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands fyrir Segulhörpu sem hann hannaði og smíðaði, segir að netið hafi nýst sér vel við verkið. Hægt sé að finna mikið magn af upplýsingum á youtube og spjallsvæðum sem hjálpi til við að framkvæma ótrúlegustu hluti.

Úlfur segist stefna á að endurgjalda greiðann og setja teikningar af Segulhörpunni á netið svo að aðrir gæti fikrað sig áfram við að smíða sínar útgáfur af hljóðfærinu.

Mbl.is heimsótti Úlf í morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert