Andvíg kynjakvótum í stjórnum fyrirtækja

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins voru sammála um að lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja ættu ekki rétt á sér þegar þeir voru inntir eftir afstöðu sinni til þeirra af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanni Heimdallar, í fyrirspurnartíma á landsfundi flokksins í dag. Sagðist hún sjálf ekki vilja vera ráðin í starf á forsendum þess af hvaða kyni hún væri.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður, sagðist ekki hlynnt slíkum kynjakvótum hvorki í stjórn fyrirtækja eða í stjórnmálum. Slíkt gerði ekki gagn að hennar mati. Undir þetta tóku aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði þannig að hann teldi slíka lagasetningu óheppilega og á suman hátt skaðlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert