Halldór býður sig fram til formanns

Halldór Gunnarsson.
Halldór Gunnarsson.

„Sjálfstæðisflokkurinn verður að horfast í augu við hver vandinn er og gera tillögur á þessum landsfundi um hvernig á að leysa hann,“ segir Halldór Gunnarsson, sem ákveðið hefur að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.

Halldór hefur áður gefið kost á sér í forystu flokksins þegar hann bauð sig fram til varaformanns fyrir tveimur árum.

Halldór segir ástæðu framboðs síns vera þá baráttu sem hann hafi staðið í frá síðasta landsfundi um að fylgt sé eftir ályktun flokksins um að færa niður höfuðstól verð- og gengistryggðra húsnæðislána. Hann segir þingflokk Sjálfstæðisflokksins hafa brugðist í að fylgja því eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka