Með blóðtappa en fékk pensilín

Bryndís Ásmundsdóttir og Fjölnir Þorgeirsson á göngu í heimabæ sínum; …
Bryndís Ásmundsdóttir og Fjölnir Þorgeirsson á göngu í heimabæ sínum; Hveragerði. Árni Sæberg

Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, og Fjölnir Þorgeirsson athafnamaður eru ósátt við hvernig veikindi Bryndísar voru meðhöndluð á Landspítalanum en hún greindist með blóðtappa í lungum komin sjö mánuði á leið. Bryndís var í fyrstu aðeins greind með lungnabólgu og átti að senda hana heim með pensilín. 

Þekktasta bakraddasöngkona Íslendinga og ljósmóðir, Eva Ásrún Albertsdóttir, var fyrir tilviljun á vakt á kvennadeild og þakkar Bryndís henni snör viðbrögð þar sem hún stöðvaði hana í halda heim á leið. Í ljós kom að sneiðmyndataka hafði ekki heppnast sem skyldi en með réttu hefði strax átt að endurtaka myndatökuna. „Þegar lungnasérfræðingur sér mig daginn eftir horfir hún á mig gapandi og segir að þetta geti engan veginn verið einungis lungnabólga. Hún kallar til sín tvo sérfræðinga og þeir skoða sneiðmyndina og ég finn að þeir eru vægt til orða tekið ósáttir. Á myndinni stendur skýrum stöfum: „Ófullnægjandi“,“ segir Bryndís í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins um helgina.

Bryndís varð fyrir miklu andlegu áfalli á spítalanum og fær kvíðaköst og upplifir þunglyndi. Í kjölfarið vill læknir á spítalanum að hún sé lögð inn á geðdeild og lýsir Bryndís í viðtalinu upplifun sinni af stuttri viðdvöl á þeim hluta spítalans. 

Þau Fjölnir segja frá lífi sínu og vináttu sem spannar meira en tuttugu ár en þau vissu ekki að þau væru laumuskotin hvort í öðru allan þann tíma. „Auðvitað væri gaman ef við Bryndís ættum lengri sögu saman. Að við hefðum byrjað saman fyrir 17 árum,“ segir Fjölnir í viðtalinu.

Fjölnir Þorgeirsson og Bryndís Ásmundsdóttir.
Fjölnir Þorgeirsson og Bryndís Ásmundsdóttir. Árni Sæberg
Fjölnir Þorgeirsson.
Fjölnir Þorgeirsson. Árni Sæberg
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert