Sjálfstæðismenn sektaðir

Lögreglan sektar bíleiganda við Laugardalshöll síðasta sumar.
Lögreglan sektar bíleiganda við Laugardalshöll síðasta sumar.

Lögregla höfuðborgarsvæðisins gerði sér ferð niður í Laugardal í dag og sektaði gesti landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem lagt höfðu ólöglega. Fundarstjóri tilkynnti um það í hátalarakerfi og hvatti bílstjóra sem lagt hefðu upp á gangstéttum og umferðareyjum að gera viðeigandi úrbætur.

Þá komu einnig fram í hátalarakerfinu skilaboð frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins um að laus stæði væru við Laugardalsvöll. 

Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglunni hversu margir landsfundagestir hafi verið sektaðir í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka