18 ára megi kaupa áfengi

18 ára fá að kaupa áfengi í matvöruverslunum ef SUS …
18 ára fá að kaupa áfengi í matvöruverslunum ef SUS fær ða ráða. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag var samþykkt tillaga um að áfengiskaupaaldur skuli lækkaður í 18 ár og að léttvín og bjór skuli selja í verslunum.

Það var Samband ungra sjálfstæðismanna sem lagði tillöguna fram. Í henni segir að Sjálfstæðisflokkurinn leggi til að heimilt verði að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi, líkt og í flestum vestrænum lýðræðisríkjum. „Rétt er að hafa í huga að það er ekki hlutverk hins opinbera að reka áfengisverslanir frekar en aðrar verslanir,“ segir í tillögunni.

Þá er lagt til að áfengiskaupaaldur verði lækkaður þannig að 18 ára einstaklingum, sem skv. lögum eru bæði lögráða og fjárráða, verði heimilt að kaupa áfengi eins og allar aðrar löglegar neysluvörur. 

„Rétt er að hafa í huga að 18 ára einstaklingar geta gengið í hjónaband, stofnað til skulda og átt viðskipti með allar aðrar vörur en áfengi og því löngu tímabært að leiðrétta þann mismun,“ segir í tillögunni sem sjálfstæðismenn samþykktu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka