Kosningarnar þær mikilvægustu

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Því kosningarnar í apríl eru mikilvægari en nokkuð sinni fyrr. Líklega hefur aldrei verið jafn mikið undir og jafn mikið sem getur tapast,“ sagði Kristján Þór Júlíusson í ræðu á landsfundi  Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu en hann býður sig fram til 2. varaformanns.

„Aðeins með samstilltu átaki og vilja munum við ná þeim árangri sem vilji okkar stendur til,“ sagði Kristján Þór og hvatti sjálfstæðismenn til að standa saman í kosningabaráttunni framundan.

Sjálfstæðismenn yrðu að þora að halda skoðunum sínum og hugsjónum á lofti.

„Við eigum að hafa rétt til þess að hafa skoðun og halda henni fram án þess að vera fordæmd,“ sagði Kristján Þór. Grundvallarskoðanir yrðu að vera virtar, sérhvern dag og sérhverja stund. Það væri lykilþáttur í lýðræðislegu samfélagi.

„Samkvæmt nýjustu tölum úr flokksskrá eru 52.446 karlar og konur í Sjálfstæðisflokknum og það er talsverð aukning síðan efnahagshrunið dundi yfir,“ sagði Kristján Þór og útskýrði hvernig það væri einsdæmi ef borið væri saman við evrópsk stjórnmál „þar sem fólk flýr stjórnmálaflokka eins hratt og fætur toga“. „Við vitum að að baki okkar standa tugþúsundir einstaklinga,“ sagði Kristján Þór. Þessi fjöldi styðji stefnu sem byggist á draumum þeirra og vonum.

Brýndi Kristján Þór svo fyrir landsfundi að til að vinna alþingiskosningarnar framundan væri ekki nóg að hamra á getuleysi núverandi ríkisstjórnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka