Sjálfstæðismenn kjósa formann

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Kjörfundur vegna formannskjörs er hafinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og stendur hann yfir í um stundarfjórðung. Bjarni Benediktsson og Halldór Gunnarsson í Holti eru í framboði til formanns og Hanna Birna Kristjánsdóttir í embætti varaformanns.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, og Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru í framboði til 2. varaformanns og fer kosning til þeirra embætta fram á eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka