VG vill ljúka ESB viðræðum

Landsfundur VG.
Landsfundur VG. mbl.is/Árni Sæberg

Samþykkt var á lands­fundi Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs í dag að ljúka samn­ingaviðræðum við Evr­ópu­sam­bandið en ekki beita sér fyr­ir því að setja áfram­hald aðild­ar­viðræðna í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Þetta var niðurstaða í skrif­legri at­kvæðagreiðslu á lands­fund­in­um nú fyr­ir stundu. 

Breyt­inga­til­lag­an sem samþykkt var hljóðaði svo: „Lands­fund­ur VG tel­ur að Íslandi sé best borgið utan ESB en vill ljúka aðild­ar­viðræðum við ESB og setja ferl­inu tíma­mörk, t.d. 1 ár frá kosn­ing­um. Þjóðin kjósi síðan um niður­stöður aðild­ar­viðræðna. VG mun enn­frem­ur beita sér fyr­ir því að tryggðar verði breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá þannig að þjóðar­at­kvæðagreiðslan um ESB verði bind­andi en ekki aðeins ráðgef­andi.“ 

156 gáfu at­kvæði og þau féllu á þann hátt að 83 samþykktu breyt­inga­til­lög­una en 72 studdu til­lögu um að setja fram­hald aðild­ar­viðræðna í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert