„Við sjáumst í baráttunni“

Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Takk fyrir fundasetuna. Við sjáumst í baráttunni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um leið og hann sleit landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu.

„Ég vil byrja á því að óska nýkjörnum varaformanni til hamingju með glæsilegt kjör og þess sama með 2. varaformann og hans endurkjör. Ég hlakka til samstarfsins við þau öll. Það stendur sem ég hef áður sagt hér í þessum stól á fyrri fundum að það tengja okkur sjálfstæðismenn svo sterk hugsjónabönd að engar kosningar, engin átök um málefni eða menn geta slitið þau í sundur. 

Við vitum sem er að við þurfum síðan að halda áfram að vinna og við hlökkum til þess að koma áfram saman á næstu vikum og mánuðum til þess að koma boðskapnum áfram út. Þessir dagar hafa verið hreint út sagt stórkostlegir, fimmtudagur, föstudagur, laugardagur og nú er sunnudagur brátt á enda. Þetta hafa verið stórkostlegir dagar. Þó að komið sé að kveðjustund að þá vitum við að við erum með veislu í farangrinum, gnógt hugmynda sem eru byggðar á hugsjónum okkar og vilja til þess að bæta stöðu samfélagins,“ sagði Bjarni og vísaði til þýðingar Halldórs Kiljans Laxness á titli skáldsögunnar A Moveable Feast eftir Ernest Hemingway.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka