ESB-ályktanir flokksþinga hvor í sína áttina

Nýkjörin forysta á landsfundi (f.v.) Hanna Birna Kristjánsdóttir, Bjarni Benediktsson …
Nýkjörin forysta á landsfundi (f.v.) Hanna Birna Kristjánsdóttir, Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson. mbl.is/Ómar

Staðan í Evrópumálunum breyttist um helgina með því að fulltrúar landsfunda Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna samþykktu ályktanir sem ganga í ólíkar áttir.

Samþykkt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2011 að gera skyldi hlé á viðræðunum við ESB og ekki hefja þær á ný nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Gengið var lengra í ályktun sem samþykkt var um helgina en þar segir að viðræðunum skuli hætt og þær ekki hafnar á ný nema meirihluti þjóðarinnar hafi samþykkt það.

Á landsfundi Vinstri grænna studdi Katrín Jakobsdóttir, sem kjörin var formaður á fundinum, tillögu um að leitað skyldi álits hjá þjóðinni um hvort viðræðum við ESB skyldi fram haldið. Var tillagan felld en önnur tillaga samþykkt um að ljúka viðræðum en þó innan tímaramma.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um báða landsfundina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert