Gæti enn aukist í báðum ám

Miklir vatnavextir eru nú á Suðurlandi og varað við flóðum …
Miklir vatnavextir eru nú á Suðurlandi og varað við flóðum þar í nótt og á morgun. Við Auðsholt við Hvítá. Mynd úr safni. mbl.is

„Við erum með efnivið í flóð. Það vex ennþá í Hvítá við Fremstaver, mælinum sem við erum með fyrir ofan Gullfoss,“ sagði Óðinn Þórarinsson hjá Veðurstofu Íslands en flóðviðvörun var gefin út í dag við Ölfusá og Hvítá.

Hann segir flóð vera á öllu vatnasviði beggja áa og nefndi hliðarárnar Tungufljót, Brúará og Stóru-Laxá. Þá segir hann mikið vatn í Soginu líka. Hvítá og Sog sameinast í Ölfusá sem rennur um Selfoss.

„Við eigum von á því að fá töluvert vatnsmagn þarna niður þegar þetta leggst allt saman. En það gerist ekki fyrr en um hádegi á morgun. Veðurkortin segja okkur að það bæti ennþá í rigningu,“ segir Óðinn.

Verður ekki flóð eins og árið 2006

Hann segir því meira geta bæst í árnar og að flóð gæti orðið nokkuð stórt. „En við erum samt með töluvert miklu minna flóð en var fyrir jólin 2006. Þetta nær ekki neinu slíku,“ sagði Óðinn.

Miklir vatnavextir eru í ám á Suðurlandi. Mynd úr safni.
Miklir vatnavextir eru í ám á Suðurlandi. Mynd úr safni. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert