100 landsfundargestir lögðu ólöglega

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það ganga misvel að fá ökumenn, sem eiga erindi í Laugardalinn, til að nýta þau bílastæði sem þar eru og þá um leið að leggja ökutækjum sínum löglega.

Um helgina, á meðan landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í Laugardalshöll, hafði lögreglan afskipti af um eitt hundrað ökutækjum (stöðubrot) vegna þessa, en á sama tíma var ónotuð bílstæði að finna annars staðar á svæðinu.

Talsvert var lagt á grasbala og graseyjar og er grasið sumstaðar illa farið. Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkur dæmi um það hvernig ökutækjum var lagt í Laugardalnum um helgina.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert