Neyðarástandi lýst yfir vegna bilunar

Leifsstöð.
Leifsstöð. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Boeing-757 þota Icelandair, á leið frá Kaupmannahöfn, lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli eftir að bilun kom upp í vökvabúnaði hennar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var vélin um 12 mílur frá flugbraut þegar bilunarinnar varð vart. Um borð voru um 165 manns.

Vélin lenti án nokkurra vandkvæða skömmu fyrir klukkan 23:00.

Lýst var yfir neyðarstigi, svokölluðu rauðu stigi, en því var aflétt innan skamms, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert