Skammast sín ekki fyrir trúarumræður

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins hvernig hún sæi fyrir sér að kristin gildi yrðu ofin inn í lagasetningu og hvort slíkt væri eitthvað sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins væru hlynntir. Spurningin var sett fram við umræður um störf þingsins.

Vísaði Birgitta þar til tillögu sem felld var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina en hún gerði ráð fyrir að flokkurinn ályktaði um að öll lagasetning skyldi taka mið af kristnum gildum þar sem það ætti við.

Þorgerður Katrín svaraði fyrirspurn Birgittu og sagði að sjálfstæðismenn skömmuðust sín ekkert fyrir að mikið hefði verið rætt um trúmál á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Að sögn Þorgerðar fannst henni persónulega ofangreind tillaga um að öll lagasetning eigi að taka mið af kristilegum gildum vera óásættanleg.


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Heiðar Kristjánsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka