Ræddi hagkerfi hreinnar orku hjá OECD

Ólafur Ragnar með forsvarsmönnum OECD í París í dag.
Ólafur Ragnar með forsvarsmönnum OECD í París í dag. mbl.is/RAX

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í morgun ræðu um hagkerfi hreinnar orku,
sjálfbærni og glímu Íslands við efnahagskreppuna á fundi með sendiherrum aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, í París.

Á undan átti Ólafur Ragnar fund með Angel Gurría, framkvæmdastjóra OECD, og nokkrum æðstu embættismönnum stofnunarinnar. Að lokinni ræðu forseta tóku ýmsir sendiherrar til máls sem og fulltrúi Alþjóða orkustofnunarinnar. Í kjölfarið svaraði forseti fjölda fyrirspurna.

Þá ræddi Ólafur Ragnar í hádeginu við aðalfréttamann Evrópuþáttar  alþjóðlegu sjónvarpsstöðvarinnar France 24 og verður viðtalið sýnt í næstu viku. Þar var rætt um lærdómana af glímu Íslands við efnahagskreppuna, niðurstöðu Icesave málsins, makríldeiluna og Evrópusambandið.

Ræðu forseta má nálgast á heimasíðu embættisins, forseti.is. Þar og á heimasíðu OECD  eru myndir úr heimsókn Ólafs Ragnars hjá OECD.

Ólafur Ragnar flytur erindi sitt hjá OECD.
Ólafur Ragnar flytur erindi sitt hjá OECD. mbl.is/OECD
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert