Endurgreitt verði með skuldabréfi

Hjúkrunarheimilið Eir að fróðengi 1-11
Hjúkrunarheimilið Eir að fróðengi 1-11 Ómar Óskarsson

Stjórn Eirar lagði í dag til lausn á skuldavanda sem til er kominn vegna Húsrekstrarsjóðs hjúkrunarheimilis. Í henni felst að gefið verði út skuldabréf til að standa við skuldbindingar gagnvart þeim sem keypt hafa búseturétt í öryggisíbúðum sem er í eigu Eirar.

Skuldbindingar vegna þeirra nema tveimur milljörðum króna. Samtals skuldar
heimilið átta milljarða króna.

Samkvæmt núgildandi samningum skuldbindur Eir sig til að endurgreiða íbúðarréttinn með eingreiðslu. Greiðslan fer til þeirra sem yfirgefa íbúðirnar eða erfingja þeirra. Íbúar og aðstandendur hafa nú þrjár vikur til þess að fara yfir tillögu stjórnar Eirar. 

Á Eir eru í dag 155 hjúkrunarheimilisrými, 12 endurhæfingarrými og 6 skammtímarými. Þessi rekstur gengur vel og rekstrarniðurstaðan er jákvæð.

Vandi sjóðsins tengist hjúkrunarheimilinu vegna þess að öryggisíbúðirnar og hjúkrunarheimilið eru rekin á sömu kennitölunni. Ef Húsrekstrarsjóður getur ekki staðið við skuldbindingar sínar bitnar það því á allri starfseminni.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert