Endurgreitt verði með skuldabréfi

Hjúkrunarheimilið Eir að fróðengi 1-11
Hjúkrunarheimilið Eir að fróðengi 1-11 Ómar Óskarsson

Stjórn Eir­ar lagði í dag til lausn á skulda­vanda sem til er kom­inn vegna Hús­rekstr­ar­sjóðs hjúkr­un­ar­heim­il­is. Í henni felst að gefið verði út skulda­bréf til að standa við skuld­bind­ing­ar gagn­vart þeim sem keypt hafa bú­setu­rétt í ör­yggis­íbúðum sem er í eigu Eir­ar.

Skuld­bind­ing­ar vegna þeirra nema tveim­ur millj­örðum króna. Sam­tals skuld­ar
heim­ilið átta millj­arða króna.

Sam­kvæmt nú­gild­andi samn­ing­um skuld­bind­ur Eir sig til að end­ur­greiða íbúðarrétt­inn með ein­greiðslu. Greiðslan fer til þeirra sem yf­ir­gefa íbúðirn­ar eða erf­ingja þeirra. Íbúar og aðstand­end­ur hafa nú þrjár vik­ur til þess að fara yfir til­lögu stjórn­ar Eir­ar. 

Á Eir eru í dag 155 hjúkr­un­ar­heim­il­is­rými, 12 end­ur­hæf­ing­ar­rými og 6 skamm­tímarými. Þessi rekst­ur geng­ur vel og rekstr­arniðurstaðan er já­kvæð.

Vandi sjóðsins teng­ist hjúkr­un­ar­heim­il­inu vegna þess að ör­yggis­íbúðirn­ar og hjúkr­un­ar­heim­ilið eru rek­in á sömu kenni­töl­unni. Ef Hús­rekstr­ar­sjóður get­ur ekki staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar bitn­ar það því á allri starf­sem­inni.




mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka