Sprengjudeildin kölluð út

Starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar voru í morgun kallaðir til aðstoðar lögreglu og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna ófærðarinnar. Fylgja ökutæki þeirra nú neyðarbílum í útköll og tryggja greiðan aðgang þeirra um höfuðborgarsvæðið.

Einnig eru dæmi um að vegfarendur á fjallvegum og heiðum um landið hafi gert vart við sig á neyðar- og uppkallsrás skipa í morgun, þ.e. rás 16, og þannig náð sambandi við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem síðan hefur hefur komið upplýsingum og aðstoðarbeiðnum áfram til lögreglunnar, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert